fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Hárfagri ungliði efrihreyfingarinnar

Ég hef ákveðið að safna hári fyrir jólin.Vonandi að ég komist samt í klippingu fyrir hátíðirnar því það er óhætt að segja að þessir lokkar þarna eru frekar tættir þar sem síðast þegar ég fór í klippingu fyrir 3 mánuðum voru ekki klipptir heldur skornir með hníf. Loksins kom kallinn að laga hitunina hjá okkur og ég er kominn úr að ofan og líður eins og ég sé á spáni á ný. Ekki var nú mikið sem þurfti að gera, tók hann 3 mínunútur að kippa þessu í lag, tók bara í einn krana sem ég var oft búinn að fikta í en það kom svo mikill háfaði að ég gugnaði. Hann hinsvegar snéri bara aðeins lengra þar til hljóðið hætti og ofnarnir fylltust af vatni. Sérstakar þakkir fá Súsana fyrir ómælda túngumála kunnáttu og Friðgeir fyrir símavörslu. Veit ekki hvort ég eigi að vera að þakka Gas Natural fyrir að halda mér heima í 2 daga.

Engin ummæli: