föstudagur, nóvember 05, 2004

Er ég orðinn ruglaður á þessu eða er eldri færslu listinn minn farinn að mynda kókflösku? Skemmtilegt hvernig mánuðirnir mynda þessar flottu línur.

Annars er það að frétta að ég er að yfirgefa Höllina og kuldan fyrir utan hana á mánudagsmorgun, ölluheldur kl 11:10, áleiðis til Afríkulanda. Ég er alveg viss um að máravinir mínir sakni mín. Ég fekk frekar flotta gjöf senda um daginn þar sem einn vinur minn sendi mér mynd af sér þar sem hann situr mjög myndarlegur í flottum sófa, samt var búið að rífa helming af myndinni þar sem þar hefur örugglega verið konan hans eða e-ð. Einnig fylgdi með Márakjóll með áfastri nælu með áróðri "Votre Umhalamiha" sem er sjálfsagt einhverskonar frambjóðandi þar í landi. Einnig fyldi með öll tilheyrandi Símanúmer.


Engin ummæli: