þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Það gengur nú ekki allt áfallalaust hér í Höllinni að svo stöddu.
Þegar kuldaboli gerði vart við sig hér í suður evrópu og kóngurinn ætlaði að fara að kveikja á hituninni þá bara geriðst ekkert. (Kóngurinn álítur að það vanti vatn á ofnakerfið.) Þrátt fyrir heiðarlega tilraun til ná í nokkur aparassgöt gekk það ekkert, því kóngurinn hefur jú ekki náð tökum á málinu. Né þá helur að aparnir séu farnir að tala tungum. Því er leiðangur fyrirhugaður til þeirra spænskumælandi skötuhjúa (Friðgeir Eyjólfsson og Súsana Perez)á eftir í þeirri von að þau geti dregið eitt stk. heim og hann lagað ofnana svo konungshjónin geti áfam þóst vera búsett við Miðjarðarhafið.
Sprning hvernig Alli Tenor hafi það í Toscana héraði. Ekki það að hann búi þar, en kannski hefur hann e-ð þar?
Var að koma úr leiðangri þar sem splæst var í langar snúrur svo hægt sé að tengja nýju ofurtölvuna við sjónvarpið og horfa á allar þessar myndir sem maður er að berjast við að downloada af netinu, það þykir ekki Drottningarhæft að sitja á skrifborðsstól fyrir framan tölvuna. Kókbindindið gengur bara vel, jafnvel svo vel að maður spáir hvort það sé kannski jafn aðvelt að hætta að reykja.
En þar er maður nú kominn aðeins á undan sér, eitt í einu.
Adios.

Engin ummæli: