Komiði nú margblessuð og sæl.
Það Þótti mér vel við hæfi að henda einni stuttri bloggfærslu inn héðan frá 18.05N
16.33W Vestur af Nohashot á austurströnd Afríku. (fyrir þá sem eiga stórt
heimskort í stúdíóinu sínu)
Allavega héðan er svosem allt gott að frétta. einhæft fæði er svosem bara að gera
útaf við mann. maður vaknar og fær sig ekki til að borða. kannski 2 jógúrt.
svo er það bara kaffi og kók fram að kvöldmat. þá er það nautalund með engri sósu
bara salt og pipar. jafnan brauðsneið á kvöldin.
Senn líður að jólum og er maður allur að fyllast jóla og áramóta hug. þá er það eitt
að nefna að einn rússinn var að kveikja sér í sígarettu með Storm eldspítu.
Gólaði ég þá HAPPY NEW YEAR! já já.
Hitinn er nú öllu skárri hér núna en áður, þar sem hitinn er ekki nema svona 25°C og
heldur sér jöfnum.
Afþreyingar haf aukist til muna hér um borð í Omegu þar sem við erum komnir með
gerfihnattasjónvarp en engin kort og þá er það bara fríu stöðvarnar sem við náum.
þar af ( heyrðiði bíðið nú aðeins hæg það er birjað að rigna þessi ósköp. Einhver
sagði mér að ekki rigndi í Sahara.) jæja eins og ég sagði. þá er ein stöð sem við
náum sem ég myndi kalla surprise of the year. en þar er um márastöð að ræða og hefur
hún mára texta og enskt tal þar sem gefur að líta. Friend, Seinfeld, Ally Mc.
fótbolta á laugardögum, nýar bíómyndir, fréttir, og ég er ekki frá því að þeri síni
bara formúlu þegar hún hefst.
Svo er nú óhætt að segja að ég hafi verið með full stígvél af fisk í gær þega ég
þurfti að henda mér ofna í tank með 10 tonnum af fiski sem vildi sig hvergi hreyfa
vegna slétts sjólags og þurfti að sparka ansk. til í vatninu til að fá hann til að
drattast í frystana. þess má geta að vatnið var kælt niður í 1°C. birrr
annars er lítið að frétta, lentum í djöf. vandræðum um daginn þegar við vorum í
áhafnarskiptum og fengum of marga mára um borð og neitaði einn að fara frá borði og
hélt öllum skipum fyrirtækisins frá veiðum meðan hann þvermóskaði að fara en á
endanum gaf hann sér þó stund til að vefja klútinn um hausinn og hörfaði.
Faðir minn er væntanlegur aftur um borð þann 15. og vona ég hann komi með
jólasteikina með sér, svo ekki sé mynst á svo mikið sem 4 skötubörð fyrir þollák.
En þá þar ég líka að færa mig niður aftur en ég hreyðraði um mig í Captain´s cabin
þega hann fór, þannig að núna er ég með þessa fínu stofu á stærð við stofuna hennar
Bergþóru, og svo er svefnálma með Salerni og sturtu. allt innréttað með dökkum við
og hvítur 4 manna hornleðursófi og 2 stakir ásamt glerborði öðum 2.ja manna
hvítleðri og skrifborð. sjónvarp, video, ískápur og svo er nú líka upplýstur bara,
en hann er tómur.
Já já, það nú þannig. það getur svo sem vel verið að maður hendi inn einni færlu
fyrir jól, sé til hvort það verði mikið að gera hjá mér eða ekki.
Annars óska ég ykkur alls hins besta og bið að heilsa í bili.
Kv. Einsi Quest.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli