Jóla undirbúningur........
Kaldhæðni get ég sagt ykkur. hver kannast ekki við að vera að ferðast á spáni og heyra fallegt ýskur frá engisprettum, taktfast og seiðandi. ég allavega hingaðtil hef haft unað að þessum hljóðum þar til nú...
Það var þannig að fyrir tveimur nóttum þegar ég var rétt búinn að festa svefn þá hélt ég að vekjaraklukkan mín væri orðin biluð og væri farinn að hringja á fullu. en það var ekki raunin, heldur leið mér eins og ég væri kominn heim á spán með allt fullt af ýskri frá skemmtilegu engisprettunum. og jú hún var inní litla klefanum mínum. og frétti ég seinna að þetta heyrðist um alla ganga. ég var búinn að gríta öllu lauslegu sem ég fann við kojuna mína en alltaf hóf hún sönginn aftur. þess má geta að ekki svaf ég mikið þessa nótt.
Daginn eftir tók ég mér eðlusprey og vasaljós í hönd og fann kvikindið og útrýmdi því. Hélt því næst út úr klefa mínum og taldi að hann væri mannlaus.... en svo var nú raunin ekki, því þegar ég kem aftur og hyggst leggjast til hvílu, þá er kominn eitt stk. kakkalakki sem er búinn að hreyðra um sig undir sænginni minni. neiddist ég til að raska ró hans og byðja hann vinsamlegast um að færa sig, sem hann jú og gerði. þá var bara að hrista sængina og leggjast til hvílu því maðurinn var jú þreyttur eftir lætin nóttina áður.
Annars má geta þess að í dag er 29°C hálfskýað og logn. Jólaundirbúningurinn gengur svo og svo la la. Verst þykir mér þó að tilkynna að litli fjórfætti vinurinn Tanja (hundurinn) hefur ekki sést í rúman sólahring og er talið að hún hafi flúið frá
þessari pöddu paradís fyrir fullt og allt. Blessuð sé mynnig hennar. Keli (kötturinn) er þó enn hér er vel saddur. en eirðarlaus. enginn til að naga á honum hálsinn.
Bestu kveðjur, og verið ekki að stessa ykkur of mikið fyrir jólin. Einsi Mohamed.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli