Nú ákvað ég að henda inn einni færslu þar sem ég hef lítið látið í mér heyra.
Ástæða þess er nú bara sú að síðustu 2 vikur hef ég skilað 227 klst. í vinnu og er ég með flesta tíma hjá JB á þessu tímabili held ég.
En til viðmiðunar þykir eðlilegt að vinna 200 tíma á mán í staðin fyrir 452 klst. Ég hef bara ekki nennt að blogga.
Fríið hefst á föstudags kvöld guði sé lof og ætla ég að fara í sund og á línuskauta og þrífa bílinn og rúnta og kaupa ís og drekka bjór og horfa á sjónvarp og drekka kók og jú BLOGGA............ ekki missa trúna á mér og hætta að koma inn.
GUÐ gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt....
kjark til að breyta því, sem ég get breytt.... og vit til að greina þar á milli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli