laugardagur, maí 17, 2003

Góðan daginn allir saman á þessum yndislega degi.

Í tilefni þess hve veðrið er gott og bíllinn minn er allur nýsprautaður datt mér í hug að senda eitt e-mail svona í morgunsárið.

Mótakandi er: Guðjón, markaðsstjóri vífilfells.

Efni:
Góðan og blessaðan daginn Guðjón. Einar Bjarni heiti ég mig langaði til að ath hvort ekki væri hægt að setjast við samningsborð með þér?
En þar sem ég er mikill kók-isti datt mér í hug að flott væri að vera með einkanúmerið coke, sem er reyndar upptekið en coke 4 er laust sem og KÓK.
Ég ek um á fallegum BMW 316 i ´99. svo ekki er það til að skemma fyrir.

Samningar hljóða svo að þið sponserið númerið og að auki fengi ég um 2 kippur af 2.l coki á mánuði.

Hvernig lýst þér á?
kv Einar.

Engin ummæli: