fimmtudagur, júlí 26, 2007

Solarfilm reflction of EB boy


Solarfilm reflction of EB boy
Originally uploaded by EB boy

Jæja loks bætti ég einni mynd inn í nótt. Ég nenni nú ekki að þýða það sem stendur þar þar sem flestir lesendur hafa nokkuð góða enskukunnáttu.
Þetta er semsagt ég orðinn hálf leiður á sjómennskunni.

föstudagur, júlí 20, 2007



"Thorough approach to principles of leadership. What effective leaders do, how they think, what role integrity plays; along with unique new tools of measurement: the individual's Map of Being, and the FEET principle for leadership and management."

"Garðar Þór Cortes" nýr meðlimur Nylon




Fyrir þá sem vilja panta sér EB boy dúkkur þá eru þær hér. Natural skin

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Meðan trúðklæddur skríllinn heima framkvæmir einhverja fáranlegustu mótmælendaaðgerð sem sögur fara af og ná inn í "No Comment" partinn á Euro News þá skríða hér framhjá álbátar fullir af fólki í leit að betra lífi. Er Ingibjörg kannski eina manneskjan sem lætur sér annt.. eða er hún að dreifa athyglinni frá Jóni Ásgeiri meðan hann losar sig við illa fengið fé áður en bókin kemur upp um hann.

mánudagur, júlí 09, 2007

Úff það er víst aldrei of varlega farið. Nú á síðustu 3 mánuðum hafa 2 skip af hinum svokölluðu spánverjum eins og Engey (sem í síðustu viku kom hingað til máritaniu undir nafninu Kristina) og Geysir orðið eldi að bráð. í báðum tilfellum voru það skip í eigu sama aðila, færeyinga.
Annað þeirra sem í þessum skrifuðu orðum stendur í björtu báli við Chile var hér í Máritaniu við veiðar síðasta sumar og þá íslendingar þar um borð. Nú voru 2 færeyingar og allir sluppu heilir, en í fyrra tilfellinu létust 11.
Það er vissara vera vel á varðbergi, alltaf. Læt fylgja linka á fréttir og myndir af brununum.
21. apríl Hercules
9. júlí Athena

laugardagur, júlí 07, 2007

Í birtingu

Rakst á þetta núna.. þannig að maður er nú EKKI alveg óséður.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Hálfnað

Sko nú er úthaldið hálfnað og kominn tími til að láta aðeins frá sér heyra opinberlega.
Þetta hefur verið fínt barasta að segja. Búinn að raka allt hárið af mér og nýt þess (reyni) að vera í "sumarfríi" í Afríku. Lenti í því fyrir nokkru að ég sofnaði í sólbaði uppi á brú sem varð til þess að hin heita afríkusól hamraði á mér í rúman klukkutíma og hef ég notað after sun síðan þá..

Kannski ein helsta ástæða þess að ég ákvað að henda inn færslu er kannski sú að mér tókst loks að hakka mig í gegnum hið svæsna öryggiskerfi fyrirtækisins sem ætlað er að koma í veg fyrir að hinn netvæddi íslendingur noti netið, nema aðeins í þar til gerðum vinnutölvum og þá helst vinnunnar vegna. núna ligg ég, jú allt of seint, upp í rúmi með lappann að blogga og þarf að mæta til vinnu eftir 7 klst. Afrekaði það einnig í morgun, márum til mikilla gleði og rússum að ég held til ama að plögga FM957 í alla helstu hátalara niðri á millidekki. Trúið mér það er bara finndið að sjá mára dilla sér við Friðrik Ómar. Það er e-ð, ég veit ekki hvað, en að heyra líka í Heiðari Austman masa eins og hænu um allt skip færir mann einhvernveginn nær sumrinu heima.. ok já ég er grillaður sennilega.. algjör FMhnakki.. nei nei þið skiljið mig.. það væri ekki vinsælt að vera með Reykjavík síðdegis eða e-ð álíka.. hress taktur er það sem kemur mönnum í gírinn.
Í nótt verður það svo einhver rúský radio. En já hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að innan skamms tíma væru márar úti á hafi fyrir utan Máritaniu að hlusta á fm live.

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er náttl fullt að gerast á flickr-inu mínu þar sem myndir segja meira en mörg orð þá mæli ég með þið kíkið á það.

Mánuður og 5 dagar eftir. 36 vaktir 432 vinnustundir. Pæla í rugli, fara í vinnuna og þurfa að vera 880 klst í vinnu og mega ekki fara neitt þess á milli. Sæi t.d Heiðar Austman ekki fyrir mér frá 9-12 í loftinu og vera svo bara að hanga í stúdíoinu frá 12-9.. þó þeir séu nú mikið þar með annan fótinn.
Allavega..
Held ég sé búinn að léttast bara helling á öllu þessu svínakjöts áti.. það er það eina sem maður lætur ofan í sig hérna. Tók samt með mér einn bauk af sísonall og einn dunk af hamborgarasósu frá E.Finnsson. Kemur fyrir að maður fái sér sveitta samloku í skjóli nætur.
Jæja þetta er að verða meira rausið, held ég fari að koma mér í svefninn.. áður en þeir á skrifstofunni heima taka eftir óeðlilega miklu uploadi frá skipinu og sjá að áhættu Ip-tala sé kominn inn..
Kveð að sinni og kíkið á flickrið..

Bestu kveðjur
Hakkarinn.