fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Getraun A4


Nýjungar að þessu sinni.
Gefin verða út verðlaunahint ef svo má segja. En það er gert til að fólk geti einnig reynt að sjá út hvað sé í verðlaun.

Verðlaunahint: "Ég tóna ei stöðva en vindur er burt, þarfnast vart vöðva ef hlýju er þurft." (Bara + ef þið getið sagt til um hvað það er)
Jú Valtýr er sigurvegari í Getraun A3 og hlýtur að launum DvD mynd.


Þess má geta að Júlíus vildi meina að það þyrfti að koma fram að þetta væri Gulrótaflysjari en það sem þessi leikur gengur út á er ekki að nafngreina heldur að sjá hvað sé þar á ferð.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Getraun A3
(Lokar u.þ.b 19.feb)


Verðlaun: DVD mynd
No winner !!!!!!


Jú rafmagnskló var það ekki svo flókið eftir allt
Málið var að annar pinninn sást bara.
Þannig að ekki alveg örsmátt.
En nú er ég með marga elda í járninu og hefst ný Getraun A3 í kvöld, ekki missa af því.föstudagur, febrúar 09, 2007

Getraun A2 (opin til 15.feb) (leikreglur)
We have a winner!!

Þór Hefti...*

Vinningshafi getur vitjað vinnings í Hólmgarð 4 eftir helgi...

Næsta keppni hefst á morgun og verða vegleg verðlaun í boði og kvet ég alla til að vera með.

laugardagur, febrúar 03, 2007

Getraun A1

Þá hefst leikurinn formlega og þið einfaldlega segið mér af hverju myndin er!
Þess má geta að það þarf ekki endilega að sjást í allt myndefnið. (leikreglur)föstudagur, febrúar 02, 2007

Jæja sko... Nú er ég að fara af stað með nýjan leik hér á blogginu og verður það svaka fjör.
Já ég vil meðvirkni í hæstu hæðum.
Leikurinn verður þannig að birt verður reglulega partur af mynd eða mynd af parti af hlut (skilja ekki allir) jú.. og til að byrja með verður þátttaka frí en það er aðeins fyrsta mánuðinn og sá sem náð hefur bestum árangri fram að því byrjar með 50% afslátt þá.. en þá verður þátttökugjald lagt á og vegleg verðlaun í boði. Leikurinn fer þannig fram að þeir sem telja sig vita hvaða hlut er um að ræða notast við commentakerfi síðunnar og láta skoðun sína í ljós. (ath. að aðeins má koma einu sinni með tilgátu og sá sem fyrstur er til að koma með rétt svar fær verðlaunin.)
Þegar byrjað verður að innheimta gjald fyrir þátttöku mun sá með rétt svar aðeins teljast sigurvegari ef heimabankinn segir "YES CONTESTANT HAS PAYED" þannig að það er von á þrusustuði og þrælvirkni hér í bráð.
Leikur hefst uppkomandi helgi.

Host EB:

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ég var aðeins að spá.. en ég fór einn daginn á myspace.com og gerði síðu með tilheyrandi.. en svo þegar nokkur reynsla var komin á það þá sá ég að það var alveg eins hægt að vera með sjónvarpið niðri í þvottahúsi eins og að vera með myspace... þannig að þá var mér hugsað til gamla góða bloggsins..
Sem sagt.. eða ef svo má segja ef segja má.. þá held ég að heima sé best og hér sé mig að finna.... alltaf, mis- glaðlyndan þó!