Jæja sko... Nú er ég að fara af stað með nýjan leik hér á blogginu og verður það svaka fjör.
Já ég vil meðvirkni í hæstu hæðum.
Leikurinn verður þannig að birt verður reglulega partur af mynd eða mynd af parti af hlut (skilja ekki allir) jú.. og til að byrja með verður þátttaka frí en það er aðeins fyrsta mánuðinn og sá sem náð hefur bestum árangri fram að því byrjar með 50% afslátt þá.. en þá verður þátttökugjald lagt á og vegleg verðlaun í boði. Leikurinn fer þannig fram að þeir sem telja sig vita hvaða hlut er um að ræða notast við commentakerfi síðunnar og láta skoðun sína í ljós. (ath. að aðeins má koma einu sinni með tilgátu og sá sem fyrstur er til að koma með rétt svar fær verðlaunin.)
Þegar byrjað verður að innheimta gjald fyrir þátttöku mun sá með rétt svar aðeins teljast sigurvegari ef heimabankinn segir "YES CONTESTANT HAS PAYED" þannig að það er von á þrusustuði og þrælvirkni hér í bráð.
Leikur hefst uppkomandi helgi.
Host EB: