fimmtudagur, september 14, 2006

Í dagsins önn á haustönn hum

hér koma 2 myndir sem ég tók í dag önnur er af Mangúsi þar sem hann var að fara inn í hús hæstaréttar og reynir að hylja andlit sitt.



Hér er svo aftur á móti Magni minn sem ég er nýbúinn að kaupa, hún er alveg geggjuð þessi. svo þegar maður þarf að halda sér uppi þá er bara að sturta í sig kaffi og má þá með sanni segja að það sé komin Magnavaka



eða eins og á henni segir Magni fica sjá betur hér sko:

miðvikudagur, september 13, 2006


Hvað segiðið þá.. já spurning um að blogga bara meira... aðeins svona af því að nú kemur maður til með að hafa svo góðan tíma svona til að dunda sér og svona.. vó ekki meira ,,svona? í bili.
Annars hef ég verið aðeins svona að djöflast í að þykjast vera svaka góður ljósmyndari og hef verið að troða mér inn á ljosmyndakeppni.is en hef þó hrökklast þaðan með brostið hjarta og brotnar vonir.
Caffee E.B er að gera góða hluti í Hólmgarðinum.. en já ég splæsti á eina með öllu um daginn.. mylur,þjappar hellir og gengur frá allt sjálf. Einn latte takk.

Já það fer nú að styttast í að ég setji hér inn svona before & after myndir af íbúðinni svona bara til gaman.. no offense Teodóra.

Jú Veggfóður að byrja aftur.. best að kíkja á það flotta í dag. Hafið trú á mér... ansk. hafi það ég get þetta.