miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Hann er á lífi kallinn.

úff, e-ð sló mig í hausinn og ég ákvað bara að blogga svona í tilefni að því að ég hef ekki gert það í ár og daga. spurning samt hvort að fólk sé ekki bara búið að troða nýjan stíg framhjá hinu stóra vefhýsi EB. þar sem áður lá vel troðinn og vel hirtur stígur er nú þúfutað og íllgresi. Þar sem ég er nú álitinn með græna fingur þá finnst mér tími til kominn að taka til í bakgarðinum og þarf ég á hjálp ykkar að halda við það.
Annars er ég nú svosem ekki með svo græna fingur, allavega miðað við blómin mín hér í höllinni, þá á ég aðalega við 2 aðal blómin. en eitt er svona grænt (var) og var það orðið e-ð slappt og alveg sama hvað ég gerði, því hrörnaði bara með hverjum deginum. en þá tók ég mig til og klippti það niður. þannig að núna er það hálf snoðað, en þau fáu blöð sem eftir eru þó græn.
hitt sem er öllu betra hinsvegar blómstar og blómstar og er dísa orðin frekar hrædd við það, segir að þetta sé e-ð svona hryllingsbúðardæmi þetta blóm. Það tegir anga sína alltaf nær henni í sófanum og vill hún bara henda því.
En nóg af bulli um blóm. Þessa dagana hlusta ég mikið á Avril, nýji diskurinn er hreyn snilld, en diskinn er hægt að fá í El Court Inglés.
Hitinn hér er alveg við það að gera út af við mann. en besta líkamsræktin sem ég fæ þessa daga er skúringar, en það liggur við að ég þurfi ekki að bleyta tuskuna sökum þess að það lekur svo mikill sviti af mér jafn óðum að það er nóg til að halda henni blautri, tuskunni sko.

Frá Máritaniu er það að frétta að sumarið er gott þar í ár. Fékk ég heimboð frá inspectornum mínum, sem er jú mári, en ég afþakkaði það pent. en hann býr nokkuð vel, í húsi sem hann keypti á 3000 $ . nokkur herbergi og nokkrar geitur. Kakkalakkarnir fylgdu frítt með.

Hús fullt af vodka.
þeir eru nú meiri kallarnir þessir rússar.

Jæja ég er farinn til Parísar, sjáumst síðar.

prívét.

Engin ummæli: