miðvikudagur, maí 19, 2004

Ég er í hálfgerðum vandræðum með að fá á hreint hvað hitastigið er úti núna.
Sjónvarpið segir 24°C
hitamælirinn minn út á svölum í skugganum segir 24°C
Netið spári max 23°C
Veðurbuddan segir 21°C

Sjálfur fór ég út á svalir og áætla um 25°C þannig að tæknifræðilega séð held ég að það sé bara um 24°C, sól eins og hún gerist mest og bílarnir marra áfram með látum og dísel útblæstri
Eftir að hafa lokið morgunrununni (kók, sígó, sturta, greiða sér og vekja dísina) var tilvalið að opna bara út á svalir og setjast við pc-inn og gleipa við öllum þeim skarkala sem fylgir þessari blíðu.
Ströndina sjáum við bara í hyllingum í dag sökum anna. En það þarf að fara að gera klárt fyrir sólþyrsta túrista sem hafa boðað komu sína.
nei heyrðu... svei mér þá ef sjónvarpið var ekki bara í þessu að samþykkja líkamlega tillögu mína á 25°C og breytti sér eins og lítill engill að verða 25 ára.
Allavega þá er spurning hvort maður nái sér í klst eða svo á litlu handklæði á sandinum.

ps. Nýjar myndir komu í svaka myndaalbúm Dísu í gærkveldi.

Engin ummæli: